Verkefnið Sögusjóður á Dalvík fékk Hvatningarverðlaun 2014

Hvatningarverðlaun Heimilis og skóla 2014 hlaut verkefnið Söguskjóður  sem starfrækt er á Dalvík og er samstarfsverkefni fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar og leikskólanna Kátakots og Krílakots. Markmiðið með verkefninu er að fá foreldra (ekki síst af erlendum uppruna) inn í starf skólanna og til að búa til málörvandi námsefni. „Verkefnið er vel útfært og snertir alla fleti samstarfs milli heimila og skóla og greinilega komið til að vera,“ segir í niðurstöðum dómnefndar.

Mynd2