Í sumar verður verkefnið Lestrarstundir á Ljóðasetri Íslands. Í því felst að á þriðjudögum og miðvikudögum í sumar, milli kl. 14 og 15, verður tekið á móti lestrarþyrstum börnum á setrinu sem geta litið í bækur í rólegheitum. Einnig koma rithöfundar í heimsókn til að lesa úr verkum sínum og verður einnig veitt aðstoð fyrir börnin við að ná betri tökum á lestrinum.
Safnið er nú þegar með nokkuð safn af barnabókum en geta bætt við bókum.
Þema alþjóðlega safnadagsins í ár er – Söfn, sjálfbærni og vellíðan og það veitir sannarlega vellíðan og hjálpar til við að fóta sig í veröldinni að vera vel læs.
Fyrsta lestrarstundin verður 14. júní næstkomandi.
Fjallabyggð styrkir verkefnið Lestrarstundir á Ljóðasetri.
Þórarinn Hannesson er stofnandi og forstöðumaður setursins á Siglufirði. Hann tekur vel á móti gestum og gangandi í allt sumar.
May be an illustration of bók og texti
Mynd: Ljóðasetur Íslands.