Verkefnið Jól í skókassa í Grunnskóla Fjallabyggðar

Nemendur í 1.-4. bekk í Grunnskóla Fjallabyggðar tóku nýlega þátt í verkefninu Jól í skókassa en það felst í því að gefa fátækum börnum í Úkraínu jólapakka.  Nemendur yngstu bekkjanna hafa tekið þátt í þessu verkefni undanfarin ár í Fjallabyggð.

Börnin eru gjafmild og gefa dót sem þau nota sjáldan og pakka niður í skókassa sem send verða út til Úkraínu.  Myndir af krökkunum á vef Grunnskóla Fjallabyggðar hér.