Menningarráð Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum um verkefnastyrki á grundvelli menningarsamnings mennta- og menningarmálaráðuneytis og iðnaðarráðuneytis við SSNV. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarf og menningartengda ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra.
Ákveðið hefur verið að hafa eina úthlutun á árinu 2013, með umsóknarfresti til og með 7. febrúar.
Menningarráð hefur ákveðið að þau verkefni hafi forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða:
- Fjölga atvinnutækifærum og efla samstarf á sviði menningar og lista.
- Stuðla að nýsköpun og þróun í menningu og menningartengdri ferðaþjónustu.
- Verkefni sem stuðla að þátttöku allra þjóðfélagshópa í menningu og listum.
- Verkefni sem leiða til samstarfs við önnur lönd á sviði menningar og lista.
- Verkefni sem draga fram staðbundin eða svæðisbundin menningareinkenni eða menningararf.
- Verkefni sem stuðla að listsköpun og menningarstarfi ungra listamanna.
Stofn- og rekstrarstyrkir til menningarstarfs 2013
Menningarráð Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum um stofn- og rekstrarstyrki á grundvelli menningarsamnings mennta- og menningarmálaráðuneytis við SSNV.
Tilgangur styrkjanna er að efla starfsemi á sviði lista, safna og menningararfs. Styrkirnir miðast við starfsemi árið 2013.
Menningarráð hefur ákveðið að þeir umsækjendur hafi forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða við úthlutun ársins 2013:
- Stuðla að því að efla menningarstarfsemi á sviði lista, safna- og menningararfs.
- Stuðla að nýsköpun í menningarstarfsemi.
- Styðja við menningarstarfsemi sem fjölgar atvinnutækifærum á svæðinu.
————————————————————————————————————————–
Úthlutunarreglur og umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu SSNV, www.ssnv.is, undir liðnum Menningarráð.
Umsóknir skulu sendar Menningarfulltrúa Norðurlands vestra, Einbúastíg 2, 545 Skagaströnd, eigi síðar en 7. febrúar 2013. Þær má senda rafrænt á netfangið menning@ssnv.is. Séu þær sendar í pósti skulu þær póststimplaðar eigi síðar en síðasta umsóknardag.
Allar nánari upplýsingar og aðstoð veitir Ingibergur Guðmundsson, menningarfulltrúi, símar 452 2901 / 892 3080, netfang menning@ssnv.is.