Verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Norðurlands

Markaðsstofa Norðurlands auglýsir eftir verkefnastjóra til eins árs. Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni í markaðssetningu og þróun á upplýsingaveitum.

Helstu verkefni

Þarfagreining og þróun tæknilegra lausna á stafrænni upplýsingaveitu

Efnisvinnsla, textagerð og útgáfa markaðsefnis

Þróun og markaðssetning á vef og samfélagsmiðlum

Úrvinnsla gagna og þátttaka í markaðsrannsóknum

Menntunar- og hæfniskröfur

Háskólamenntun sem nýtist í starfi

Reynsla og þekking á markaðsstarfi

Haldbær reynsla af vefstjórn og samfélagsmiðlum

Þekking á Norðurlandi og íslenskri ferðaþjónustu

Starfið krefst ferðalaga um Ísland og sveigjanlegs vinnutíma

Umsækjandi þarf að hafa góða skipulagshæfileika, geta sýnt frumkvæði og eiga auðvelt með að vinna í teymi

Umsóknarfrestur er til 27. febrúar. Upplýsingar veitir Arnheiður Jóhannsdóttir s: 462 3307, arnheidur@nordurland.is