Sýning opnar í Ljóðasetrinu á morgun, fimmtudaginn 30. júní kl. 15.00. Um er að ræða verkefnið Barnamenning í Ljóðasetrinu á Siglufirði.
Þar verða sýnd verk barna sem tóku þátt í að túlka ljóð í mynd á Ljóðasetrinu á dögunum. Sýningin verður opin til sunnudags 3. júlí næstkomandi.
Um 20 börn túlkuðu tvö ljóð með blýanti og litum með sínum hætti.