Verður Skíðasvæðið í Skarðsdal opið í dag ?

Skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði hefur verið lokað alla vikuna vegna veðurs. Það er hins vegar stefnt að því að opna klukkan 13 í dag ef veður leyfir. Veðurspáin lítur hins vegar ekki vel út þegar líður á daginn og því nauðsynlegt að fylgjast með tilkynningu frá umsjónarmönnum Skíðasvæðinsins. Veðrið núna er – 3 og éljagangur. Nú er bara að vona það besta og fylgjast vel með veðrinu.