Verðlaunaðir á lokahófi KF

Lokahóf Knattspyrnufélags Fjallabyggðar var haldið síðastliðinn laugardag. Veittar voru ýmsar viðurkenningar á hófinu.

Gabríel Reynisson var markahæsti leikmaður KF og valinn besti leikmaðurinn, hann skoraði 9 mörk í 22 leikjum í deild og bikar í sumar. Jakob Hafsteinsson var valinn efnilegastur og leikmenn KF völdu hann besta leikmanninn, hann lék 24 leiki í sumar og skoraði 3 mörk. Að lokum fékk Friðrik Örn Ásgeirsson Nikulásarbikarinn en hann lék 14 leiki í sumar.

Lokahóf

 

Mynd frá kfbolti.is