Lokahóf Knattspyrnufélags Fjallabyggðar var haldið um síðustu helgi, eftir að lokaleikur þeirra fór fram í 3. deildinni. KF endaði Íslandsmótið á jákvæðu nótunum með 2-1 sigri á Ægi og endaði í 5. sæti deildarinnar. Verðlaunaafhending fór fram á hófinu og var Ljubomir Delic markakóngur liðsins með 6 mörk í 17 leikjum. Vitor Vieira Thomas hlaut tvenn verðlaun, Nikulásarbikarinn sem efnilegasti ungi leikmaðurinn og KF-bikarinn fyrir fyrir ástundun. Andri Freyr Sveinsson var kosinn leikmaður leikmanna KF. Knattspyrnumenn KF voru valdir tveir að þessu sinni, en það voru þeir Aksentije Milisic og Andri Freyr Sveinsson.
Nokkrir erlendir leikmenn hafa þegar yfirgefið liðið, en það eru Bozo Predojevic, sem kom til félagins í vor og lék 11 leiki og skoraði 1 mark, Ljubomir Delic kom einnig í vor og lék 17 leiki og skoraði 6 mörk, Milan Marinkovic lék 17 leiki í sumar og skoraði 3 mörk, hann lék einnig með liðinu árið 2015. Bozo er farinn til Króatíu, en Ljubomir og Milan eru farnir til Serbíu.
Aðrir erlendir leikmenn liðsins komu minna við sögu eins og Miljan Mijatovic sem lék aðeins upphafsleik mótsins og Benjamin O’Farrell sem lék aðeins fyrri hluta móts og náði 10 leikjum og skoraði 2 mörk. Hann var þó með samning út tímabilið samkvæmt upplýsingum frá vef KSÍ.