Verðkönnun vegna akstursþjónustu í Fjallabyggð

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar lagði fram niðurstöður úr verðkönnun vegna akstursþjónustu fyrir félagsþjónustu Fjallabyggðar og akstur 4. bekkjar grunnskólans í íþróttahúsið á Siglufirði.
Svör bárust frá Norðurfrakt ehf. kr. 2.112.000 og Suðurleiðum ehf.  kr. 8.840.000.
Félagsmálanefnd leggur til að akstursfyrirkomulagið verði óbreytt að svo stöddu.