Verða tvær flokkalínur í Fjallabyggð?

Aðeins Sjálfstæðisflokkurinn í Fjallabyggð hefur birt framboðslista fyrir sveitastjórnarkosningar sem fara fram 26. maí næstkomandi, eða eftir rúmlega 2 mánuði. Önnur framboð hafa ekki birt upplýsingar um framboðslista í Fjallabyggð. Í kosningum 2014 kom nýtt framboð í Fjallabyggð, Fjallabyggðarlistinn, en hann liðaðist fljótlega í sundur og varð óstarfhæfur þegar leið á kjörtímabilið. Flokkurinn starfar ekki lengur. Eftir standa Jafnaðarmenn í Fjallabyggð og Framsókn í Fjallabyggð. Hvorugur flokkurinn hefur gefið út hvað þeir hyggjast gera, en háværar raddir tala nú um sameiginleg framboð í Fjallabyggð og telja menn að aðeins verið tveir flokkar í framboði. Vinstri hreyfingin grænt framboð(VG), funduðu nýlega í Fjallabyggð, til að kanna hvort grundvöllur væri fyrir framboði að þeirra hálfu, en niðurstaðan hjá þeim var að skoða fyrst sameiginlegt framboð.

Nú þegar um 60 dagar eru til kosninga þá er klárt að einhverjar viðræður um sameiginleg framboð eru í gangi í Fjallabyggð. Steinunn María Sveinsdóttir oddviti Jafnaðarmanna hefur gefið út að hún muni ekki gefa kost á sér áfram.  Framboðsfrestur rennur út kl. 12:00 þann 5. maí 2018. Leita þarf til ársins 2006 í Fjallabyggð, en þá voru aðeins þrjú framboð og þar af eitt sameiginlegt. Þá voru Sjálfstæðismenn ógnarsterkir með tæplega 43%, Félagshyggjufólk og óháðir með 35% og Framsókn með 22% atkvæða.

Í kosningum 2014 þá fékk Fjallabyggðalistinn 25,74 % og náði inn tveimur mönnum, Sjálfstæðsflokkurinn fékk 29,36% og náði einn 2 mönnum, Jafnaðarmenn fengu 28,83% og fengu 2 menn og Framsóknarflokkur fékk 16,08% og náði inn einum manni. Þeir töpuðu miklu fylgi eða -9,45% og töpuðu einum manni. Sjálfstæðisflokkur og Jafnaðarmenn töpuðu einnig einum manni. Sjálfstæðisflokkinum vantaði 123 atkvæði til að ná inn þriðja manninum og Framsókn vantaði 129 atkvæði til að ná í öðrum manni.

Samtals voru 61 útstrikun í kosningum 2014 í Fjallabyggð, stundum fleiri en ein á hverjum seðli svo breyttir seðlar voru færri. Þau þrjú nöfn sem oftast voru strikuð úr voru í 1. sæti Sólrún Júlíusdóttir hjá B-lista, næst flestar útstrikanir fékk nafn Helgu Helgadóttur hjá D-lista og Ólafur Guðmundur Guðbrandsson B-lista og Sigríður Guðrún Hauksdóttir D lista fengu jafn margar útstrikanir.

Ef aðeins einn framboðslisti berst skal yfirkjörstjórn framlengja framboðsfrest um tvo sólarhringa.  Komi ekki fram nýr framboðslisti áður en þeim fresti lýkur verður framkominn framboðslisti sjálfkjörinn ef hann uppfyllir að öllu leyti skilyrði laganna.

Sjálfstæðisflokkurinn er núna í lykilstöðu í Fjallabyggð til að kynna sín málefni og fólkið í framboði, meðan aðrir flokkar eru enn að reyna raða á lista, eða búa til sameiginlegt framboð.

Úrslit kosninga í Fjallabyggð 2010-2014