Velkomin til Fjallabyggðar

Nú er tíminn til að byrja skipuleggja næsta sumar og kynna sér það sem Fjallabyggð hefur uppá að bjóða. Sigló hótel er stærsti gististaðurinn í Fjallabyggð og setur mikinn svip á bæinn. Á hótelinu er bar og veitingastaður, heitur pottur og gufa á útisvæðinu. Í desember hefur verið haldið glæsilegt jólahlaðborð og á gamlárskvöld verður 5 rétta áramótakvöldverður á Sigló hótel og eftirpartý. Sé farið núna á bókunarsíðuna og skoðað verðin fyrir herbergi í júlí 2017, þá kostar nóttin á Classic herbergi 28.795 kr,  Deluxe herbergi 40.455 kr., Deluxe junior svíta, 63.063 kr. og Deluxe svíta 92.809 kr.

31599223012_aec446cd0b_z