Velkomin til Fjallabyggðar – myndband
Velkomin til Fjallabyggðar. Þetta myndband birtist á vef mbl.is. Í Fjallabyggð má finna fjölmörg skemmtileg söfn og fjölbreytta afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. Hótel, gistiheimili, sumarhús og heimagisting, allt hvað hentar. Skógræktin á Siglufirði, göngur upp Siglufjarðarskarð og snjóflóðavarnargarða. Göngur á milli fjarða og til Héðinsfjarðar upp Hestskarðið. Allt frábær afþreying. Veitingastaðirnir og kaffihúsin eru einnig fjölbreytt og maturinn í hæsta gæðaflokki. Sundlaugin í Ólafsfirði er frábær fjölskyldulaug og þar er einnig golfvöllurinn Skeggjabrekkuvöllur með frábæru útsýni yfir fjörðinn.
Heimsækið Fjallabyggð heim í sumar.