Velkomin á Sigló Hótel

Þessa helgina er formleg opnunarhelgi á hinu stórglæsilega Sigló Hótel. Hótelstjóri og framkvæmdastjóri er Sigríður María Róbertsdóttir. Um 20 starfsmenn munu starfa á heilsársgrundvelli við hótelið og eru störfin fjölbreytt og skiptast í gistisvið, veitingasvið og sölu- og markaðssvið. Kostnaðurinn er sagður vera 1.3-1.4 milljarðar.

Sigló Hótel hefur 68 herbergi, þar af eru 3 svítur og 1 deluxe herbergi. Þá verður  veitingastaður á hótelinu, bar, arinstofa og ráðstefnu- og veitingasalur. Einnig verður útiveitingasvæði, heitur pottur og gufubað. Hótelið er skráð 3430 fermetrar.

19799669215_1087612109_z19613004709_0e1d154c76_z19773443206_4949be2090_z19177037634_997fe5b4e0_z19613016389_2a8eaac647_z19799653925_62c0a93716_z19611631358_4cf68195a2_z19177049204_3ba5dfcd41_z19611634088_e7b91cd4e0_z