Vel lukkaðar breytingar á Landsmóti UMFÍ

Landsmót á vegum UMFÍ fór fram á Sauðárkróki dagana 12. – 15. júlí 2018. Það var í fyrsta sinn haldið með nýju og breyttu sniði. Mótið var opið fyrir alla 18 ára og eldri sem hafa gaman af því að hreyfa sig og stunda íþróttir.  Þátttakendur gátu valið úr tæplega 40 greinum allt frá nýjungum á borð við körfubolti 3:3, biathlon, brennó og fjallahjólreiða, bogfimi og pútts. Stígvélakast var að sjálfsögðu á sínum stað á síðasta degi mótsins.

 

UMFÍ mætir þörfum fólks

Rúmlega 1.300 þátttakendur voru skráðir til leiks í ýmsar greinar á Sauðárkróki um helgina og var úr nægu að velja. Ætla má að nokkur þúsund manns hafi fylgt með þátttakendum sem voru mjög sýnlegir þessa daga á Sauðárkróki. Alla dagana voru íþróttir í boði á daginn og á lokakvöldinu var skemmtikvöld með Geirmundi Valtýssyni og Pallaball á eftir sem tókst gríðarlega vel.

Heimild: umfi.is