Vel heppnuð Fjarðarganga í gær á Ólafsfirði

Fjarðargangan var haldin í gær í Ólafsfirði hjá Skíðafélagi Ólafsfjarðar en hún er hluti af Íslandsgöngunni. Gangan tókst frábærlega í alla staði og fengu staðarhaldarar mikið lof fyrir. Þátttakendur voru 51 og komu frá Ólafsfirði, Siglufirði, Húsavík, Akureyri, Reykjavík, Hólmavík, Ströndum og Egilsstöðum. Sigurvegari í 20. km göngu karla var heimamaðurinn Sævar Birgisson sem kom í mark á tímanum 51:07, annar varð Vadim Gusev SKA á tímanum 53:44 og í þriðja sæti varð Andri Steindórsson SKA á tímanum 56:13.

Boðið var upp á þrjár vegalengdir 5 km, 10 km og 20 km. Eftir keppni var svo verðlaunaafhending og kaffiveitingar í skíðaskálanum í Tindaöxl.

Öll úrslit mótsins má sjá hér.

Ljósmynd: Skíðafélag Ólafsfjarðar