Vel heppnaðar úrbætur á lóð leikskólans

Í sumar voru gerðar miklar endurbætur á lóð Leikskóla Fjallabyggðar á Siglufirði. Lóðin var ansi brött og voru leiktæki orðin þreytt og illa staðsett á lóðinni. Þá var hún sérstaklega erfið yfirferðar þegar snjór er í byggð.  Eftir framkvæmdir er búið að slétta talsvert úr lóðinni og taka brattar rennubrautir og kastala sem voru hátt í brekkunni. Ný leiktæki eru nú staðsett slétta svæðinu og góður aðgangur fyrir börn og leikskólakennara.