Vel heppnað Fljótamót í Skíðagöngu
Ferðafélag Fljóta stóð fyrir árlegu skíðagöngumóti í Fljótum á föstudaginn langa síðastliðinn. Fjölbreyttar gönguleiðir voru í boði með hefðbundinni aðferð í öllum flokkum barna, unglinga, og fullorðinna. Eftir mótið voru veitingar í Ketilási. Uppselt var á mótið í ár. Verðlaunapeningar voru í boði, auk happadrættist og páskaeggja fyrir börnin.
Búið var að taka upp töluverðan snjó í rásmarkinu og var því rásmarkið fært upp á Holtsdal skömmu fyrir mót og fóru því keppendur með rútu eða gengu um 1. km að rásmarki.
Fyrstur í mark í 20 km göngu var Sævar Birgisson á tímanum 1:20:29. Fyrsta konan í mark í 20. km göngu var Elsa Guðrún Jónsdóttir á tímanum 1:26:40.
Þátttökulista og önnur úrslit má finna á timataka.net.
