Veitingastofan Nautnabelgur opnar á Siglufirði

Nautnabelgur, veitingastofa á Hótel Siglunesi

Um páskana verður opnaður veitingastaðurinn Nautnabelgur á Hótel Siglunesi, Lækjargötu 10, Siglufirði. Þar munu nautnabelgirnir Halldóra Gunnarsdóttir og Hreinn Hreinsson leggja sig fram um að búa til góðan mat og skapa skemmtilega stemmingu.

Á hverju kvöldi verður boðið upp á þriggja rétta matseðil fyrir gesti. Matseðilinn er samansettur með það í huga að hann henti jafnt hægfara nautnabelgjum sem og þreyttu útivistarfólki eftir hressandi skíðadag. En fyrst er boðið upp á góðan mat sem jafnvel kemur aðeins á óvart og kitlar bragðlaukana þannig að allir fari hamingjusamir heim eða hverfa til annarra nautna.

Börn eru hjartanlega velkomin en ekki er sérstakur barnamatseðill. Börnin borða það sem þau vilja af matseðlinum fyrir hálfvirði.

Hægt er að panta borð með tölvupósti á netfangið nautnabelgur@nautnabelgur.is eða í síma 693-9385.