Billinn, snóker og poolstofa á Siglufirði hefur óskað eftir að fá áfengisleyfi og lengri opnunartíma. Vilja þeir nú hafa opið til kl. 03 um helgar og kl. 01 á virkum dögum.

Sýslumaðurinn á Siglufirði hefur óskað eftir umsögn bæjarráðs Fjallabyggðar er varðar umsókn um breytingu á rekstrarleyfi fyrir veitingastofuna Billann.
Bæjarráð Fjallabyggðar leggur til við bæjarstjórn Fjallabyggðar að umrædd umsókn verði samþykkt og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lítur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

Billinn er staðsettur á Lækjargötu 8 á Siglufirði.