Veitingastaðurinn Serrano opnar á Akureyri þann 14. júní í sumar en þetta kemur fram á Vikudagur.is

Serrano rekur sjö veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu en verður staðsettur við Ráðhústorg 7 á Akureyri, þar sem verslunin Didda Nóa var áður til húsa. Veitingastaðurinn býður upp á mexíkóskan mat.Að sögn hafa eigendur staðarins lengi leitað að hentugu húsnæði á Akureyri.

Heimild: www.vikudagur.is