Veitingahúsið Höllin til sölu í Ólafsfirði

Veitingahúsið Höllin í Ólafsfirði hefur verið auglýst til sölu. Veitingastaðurinn skiptist í tvo sali og taka alls 100 manns í sæti.  Veitingahúsið er um 270 m2 að stærð og selst reksturinn og húsnæðið einungis saman. 28 milljónir króna. án virðisaukaskatts.  Ásett verð er 30 milljónir króna. Húseignin er nýlega endurnýjuð að utan og innan.

Þá hefur Höllin þjónustusamning við sveitarfélagið Fjallabyggð um skólamat til grunnskólans (tæpir 100 skammtar daglega) og rekstur barsins í félagsheimilinu Tjarnarborg.  Nánari upplýsingar um söluna má finna á mbl.is

b05247d75045d3baedf410cca457381fb34660b5 f493fc952d7923401d1394daf48b3c08dac6cdbda7d1219444a997ee1f959e69867521174596e864Myndir: mbl.is/ Fyrirtækjasalan Suðurver.