Veitingageirinn.is tók út Hannes boy

Veitingageirinn.is er fréttavefur um mat og vín og fara þeir á ýmis veitingahús og skrifa svo veitingarýni um það sem þeir smökkuðu. Nýlega fóru þeir á Hannes Boy á Siglufirði og pöntuðu fjörgurra rétta seðil hússins. Í stuttu máli var grænmetisrétturinn sá “albesti” og og “meyrasta” lambið sem smakkað hafði verið.

Það sem þeir pöntuðu var eftirfarandi:

Nr. 1: Síldarsalat í krukku með sítrónubitum, tómatbitum, saxaðari steinselju og hvítlauk borið fram með brauði og þeyttu smjöri. Umsögn Veitingageirans.is: “Mjög frískandi, síldarbragðið fannst, frumleg framsetning, hefði þegið að fá rúgbrauð með og tvær soðnar kartöflur”.

Nr. 2: Ostafyllt eggaldin með kúrbít bakað framreitt með salati, watnakarsi og brauðteningum. Umsögn Veitingageirans.is : “Einn sá albesti grænmetisréttur sem ég hef smakkað”.

Nr. 3: Lambafille með bakaðari kartöflu, steiktu rótargrænmeti og villisveppasósu. Umsögn Veitingageirans.is: “Þetta er það meyrasta lamb sem ég hef nokkru sinni smakkað og meðlætið bara jók á ánægjuna”.

Nr. 4: Skyrfrauð með bláberjasósu og bláberjum. Umsögn Veitingageirans.is: “Frábært, sýran í skyrinu fannst, sósan ekki of sæt og saman small þetta í glæsileg lok á frábærri máltíð”.

Ljósmyndir: Veitingageirinn.is