Veiðivörur til sölu á Siglufirði

Hjónin Eiríksína og Jónas sem eiga og reka vefverslunina www.frances.is verða á Siglufirði 21. maí og 22 maí. Þau koma klifjuð veiðivörum og ætla að hafa opið hús í Svörtu Kríunni frá 18:00 til 19:00 báða daganna. Allir eru velkomnir og félagar í Stangveiðifélagi Siglfirðinga fá góðan afslátt.