Veiði hafin í Ólafsfjarðará

Ólafsfjarðará öðru nafni Fjarðará í Ólafsfirði opnaði fyrir veiði um miðjan júlí. Þessi silungsperla hefur verið leigð af Stangveiðifélagi Akureyrar og Flugunni um árabil og virðist alltaf jafn vinsæl ef marka má sölu veiðileyfa í ánni. Ánni er skipt í tvö svæði með tvær stangir á hvoru þeirra.  Aðallega veiðist sjóbleikja í Ólafsfjarðsrá ásamt staðbundinni bleikju úr Ólafsfjarðarvatni. Þá villast alltaf einhverjir laxar uppí ána og rata á öngla veiðimanna.

Veiðin í ár hefur farið þokkalega af stað og bleikjan virðist vel haldin.  Þá hafa menn einnig orðið varir við lax. Einn veiddist á efra svæði í vikunni. Þetta kemur fram á vef svak.is.

Mynd: svak.is