Hluti vegarins um Þverárfjall milli Sauðárkróks og Skagastrandarvegar er stórskemmdur og burðarlagið í honum að brotna niður. Rangt efni var notað í veginn þegar hann var lagður fyrir áratug auk þess sem ekki hafa fengist fjármunir í eðlilegt viðhald.  Vegurinn styttir t.d. akstur til Siglufjarðar um 15 .km sé komið frá Reykjavík.

Þverárfjallsvegur er 37 kílómetra langur og liggur frá Skagastrandarvegi að Sauðárkróki. Á allt að fimmtán kílómetra kafla er vegurinn mjög illa farinn.  Var sá kafli tekinn í notkun fyrir tíu árum. Efsta burðarlagið í veginum er gefa sig og molnar smám saman niður undan umferð og tíðarfari. Áætlað er að viðgerð á veginum kosti á bilinu 20 til 25 milljónir króna á kílómeter. Það þýðir að viðgerð á 15 kílómetrum gæti kostað allt að 375 milljónum króna.

Frá þessu er  greint á ruv.is