Vegurinn milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar er lokaður vegna flóðahættu

Vegurinn milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar er lokaður vegna snjóflóðahættu.

Ekkert lát er á hvassviðri og stormi á landinu í dag. Norðan 18-25 m/s á landinu öllu, en mun hvassara í vindstrengjum við fjöll, N 20-28 m/s og vindhviður um og yfir 40 m/s, s.s. undir Vatnajökli, Eyjafjöllum og á sunnanverðu Snæfellsnesi. Einnig er mjög hvasst á Kjalarnesi.

Snjókoma og skafrenningur og mjög takmarkað skyggni eru á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra, Norðausturlandi og á fjallvegum á Austurlandi og Austfjörðum en á láglendi austast er slydda, -þar er því hætta á mikilli ísingu á vegum.

Heldur dregur úr vindi um norðaustanvert landið seint í dag en skafrenningur og snjókoma til fjalla en slydda á láglendi verður áfram viðvarandi og aðstæður á vegum slæmar.

Heimild: Vegagerðin.is