Veglegir menningarstyrkir í Fjallabyggð

Fjallabyggð hefur úthlutað menningar- og rekstrarstyrkjum til einstaklinga og félagasamtaka fyrir árið 2017. Styrkir sem með einum eða öðrum hætti munu styðja við bakið á menningarlífi Fjallabyggðar.  Að þessu sinni var úthlutað styrkjum að upphæð 4.900.000 kr.

Eftirtaldir einstaklingar og félagasamtök hljóta styrk að þessu sinni:

Aðalheiður Eysteinsdóttir / Alþýðuhúsið – 300.000 kr.
Hlýtur styrk vegna starfsemi og viðburða Alþýðuhússins á árinu 2017.
Vinnustofa Abbýjar. Arnfinna Björnsdóttir – 50.000 kr.
Hlýtur styrk vegna reksturs vinnustofu.
Berjadagar Tónlistarhátíð – 550.000 kr.
Hlýtur styrk vegna árlegrar tónlistarhátíðar.
Eldriborgara kórinn í Fjallabyggð – 150.000 kr.
Hlýtur styrk vegna starfsemi kórsins.
Félag eldri borgara í Ólafsfirði – 100.000 kr.
Félagið hlýtur rekstrarstyrk vegna starfsemi félagsins.
Félag eldri borgara á Siglufirði – 100.000 kr.
Félagið hlýtur rekstrarstyrk vegna starfsemi félagsins.
Félag um Ljóðasetur Íslands – 350.000 kr.
Hlýtur styrk vegna reksturs á Ljóðasetri Íslands
Kirkjukór Ólafsfjarðar – 200.000 kr.
Hlýtur styrk vegna starfsemi kórsins á árinu 2017.
Kirkjukór Siglufjarðar – 75.000 kr.
Hlýtur styrk vegna starfsemi kórsins á árinu 2017.
Leikfélag Fjallabyggðar – 400.000 kr.
Hlýtur styrk vegna uppsetningar á nýju leikriti á árinu 2017.
Listhúsið Ólafsfirði – 350.000 kr.
Hlýtur styrk vegna Skammdegishátíðar
Ljósmyndaklúbbur Fjallabyggðar – 50.000 kr.
Hlýtur styrk vegna starfsemi klúbbsins. Sýningar og námskeið
Reitir – 150.000 kr.
Hlýtur styrk vegna REITA 2017
Sjómannafélag Ólafsfjarðar – 1.000.000 kr.
Hlýtur styrk vegna dagskrá Sjómannadagshátíðar í Fjallabyggð.
Systrafélag Siglufjarðarkirkju – 50.000 kr. 
Hlýtur styrk til endurbóta Safnaðarheimilis
Ungmennafélagið Glói – 175.000 kr.
Hlýtur styrk vegna ljóðahátíðarinnar Haustglæður sem haldin verður í september/október 2017..
Þjóðlagahátíðin Siglufirði – 850.000 kr.
Hlýtur styrk vegna árlegrar tónlistarhátíðar