Vegleg ljósmyndasýning í Ólafsfirði

Sýningin BINNI með myndum frá Ólafsfirði var opnuð í Menntaskólanum á Tröllaskaga um helgina. Eitt hundrað ár eru frá fæðingu Binna, Brynjólfs Sveinssonar kaupmanns og stendur fjölskylda hans fyrir sýningu á myndum hans og kvikmyndum. Nokkrar myndir verða sýndar á Kaffi Klöru í Ólafsfirði en þar var vinnustaður Binna á dögum Pósts og síma.

Hægt er að skoða sögu Ólafsfjarðar á árunum 1930-1980 á sýningunni. Á elstu myndunum eru engin hafnarmannvirki og óbyggð mörg svæði þar sem nú hafa staðið hús í áratugi.  Fjölmargar myndir eru af fólki, við leik og störf, bæði fullorðnum og börnum.

15447696847_fba7843c44_z 15448094810_247065965d_z 15633680165_27d752a069_zbodskort_binni_syningolafsfirdi