Að vanda er vegleg 17. júní dagskrá í Fjallabyggð á þjóðhátíðardaginn, sem kemur nú upp á mánudegi. Hátíðardagskrá verður við Menningarhúsið Tjarnarborg í Ólafsfirði og hefst kl. 13:00. Margrét Jónsdóttir Njarðvík er Fjallakonan í ár og flytur hún ávarp eftir setningu hátíðar. Hátíðargestum boðið upp á 80 ára Lýðveldisköku í Tjarnarborg. Þá verður stærsta vatnsrennibraut landsins opin í Ólafsfirði.
Á Siglufirði verður meðal annars 17. júní hlaup UMF Glóa og hátíðarávarp við minnisvarða sr. Bjarna Þorsteinssonar við Siglufjarðarkirkju. Öll helstu söfnin í Fjallabyggð verða opin á 17. júní og er fólk hvatt til að líta við og kynna sér dagskrá.
Það er Unglingabjörgunarsveitin Smástrákar sem sjá um hátíðina í ár.
Dagskrá í Ólafsfirði
Kl. 9:00 Lýðveldisfánar dregnir að húni
Kl. 12:00-13:00 Knattspyrnuleikur – 7. og 8. flokkur KF á fótboltavellinum í Ólafsfirði. Iðkendur mæta við vallarhús kl. 11:45.
Kl. 13:00-17:00 Pálshús Ólafsfirði – Sýning úr Listaverkasafni Fjallabyggðar
Kl. 15:00-16:00 Pálshús Ólafsfirði – “Þjóðbúningur verður til” erindi Dr. Margrét Gunnarsdóttir sagnfræðingur
HÁTÍÐARDAGSKRÁ VIÐ TJARNARBORG
Kl. 13:00-15:00 Setning hátíðar
Hátíðarávarp
Ávarp Fjallkonu; Margrét Jónsdóttir Njarðvík
Tónlist Guito Thomas og Edda Björk Jónsdóttir
Slökkvilið Fjallabyggðar með óvænt atriði
Hoppukastalar, Sölubásar, Candíflos,Mínigolf- og Frisbígolf.
Kl. 14:00-15:00 Tjarnarborg – Lýðveldiskaka og kaffi.
Hátíðargestum boðið upp á Lýðveldisköku í tilefni 80 ára lýðveldisafmælis Íslands
Stærsta vatnsrennibraut landsins opnuð
Dagskrá á Siglufirði
Kl. 9:00 Lýðveldisfánar dregnir að húni
Kl. 10:00-17:00 Síldarminjasafnið opið
Kl. 10:00-11:00 Rammalóðin 17. júní hlaup UMF Glóa. Fyrir börn 6 – 11 ára
Kl. 11:00-11:30 Hátíðarathöfn við minnisvarða sr. Bjarna Þorsteinssonar við Siglufjarðarkirkju
Hátíðarávarp
Ómar Geir Lísuson, útskriftarnemi leggur blómsveig að minnisvarða sr. Bjarna
Tónlist Guito Thomas og Edda Björk Jónsdóttir
Kl. 11:00-17:00 Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar, Opið hús, heitt á könnunni
Kl. 13:00-17:00 Saga Fotografica Ljósmyndasögusafnið. Sýning Rutar Hallgrímsdóttur, RAX. og fleiri. Nýjar myndavélar og margt fleira áhugavert að skoða
Kl. 13:00-15:00 Ráðhússalurinn á Siglufirði, Bergþór Morthens, Mögulegur ómöguleiki, sýning
Kl. 14:00-17:00 Kompan, Alþýðuhúsinu á Siglufirði, Styrmir Örn Guðmundsson, sýnir. Opið í anddyri Alþýðuhússins, Lítil verk eftir Aðalheiði S. Eysteinsdóttur
Kl. 15:00-17:00 Söluturninn Aðalgötu Siglufirði. Örlygur Kristfinnsson opnar sýninguna Geirfuglar, vatnslitamyndir og leir-lágmyndir