Vegir enn lokaðir á Norðurlandi

Erfitt ferðaveður er víða á Norðurlandi og enn eru vegir lokaðir. Öxnadalsheiði hefur verið lokuð í dag og opnar ekki fyrr en á morgun. Vatnsskarð er einnig lokað og opnar ekki heldur í dag.

Hálka eða hálkublettir eru flestum leiðum á Norðurlandi og víða éljagangur.