Vegagerðin óskar eftir tilboðum í vetrarþjónustu í Skagafirði

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í vetrarþjónustu í Skagafirði árin 2013 – 2016 á eftirtöldum leiðum:

Sauðárkróksbraut (75)

  •      Sauðárkróksbraut – Siglufjarðarvegur 14 km

Siglufjarðarvegur (76)

  •      Sauðárkróksbraut – Siglufjörður 80 km

Hólavegur (767)

  •      Siglufjarðarvegur – Hólastaður 11 km

Heildarlengd vegakafla er  105  km.

Helstu magntölur á ári eru:

  • Meðalakstur vörubíla á snjómokstursleiðunum  sl. 5 ár er 27.628 km.
  • Biðtími vélamanns, meðaltal sl. 5 ár er 25 tímar.

Verkinu skal að fullu lokið 30. apríl 2016.

Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni Borgarsíðu 8 á Sauðárkróki og Borgartúni 7 Reykjavík (móttaka) frá og með þriðjudeginum 21. maí 2013. Verð útboðsganga er 2.000 kr.  Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 4. júní 2013 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag.