Vegagerðin veitir árlega styrki til rannsóknaverkefna, sem fjármagnaðir eru að mestu af svonefndu tilraunafé, en samkvæmt vegalögum er það 1,5% af mörkuðum tekjum stofnunarinnar.

Vegagerðin auglýsir eftir umsóknum um styrki og/eða fjármögnun einstakra verkefna fyrir árið 2013. Umsóknir þurfa að berast á tilskildum eyðublöðum í seinasta lagi að kvöldi miðvikudagsins 6. febrúar 2013.

Eyðublöðin má nálgast undir Umsóknir um rannsóknarstyrki og þar koma einnig fram upplýsingar um áherslusvið vegna rannsókna Vegagerðarinnar 2013.