Vefurinn Saudarkrokur.is hefur opnað

Nýverið opnaði undirritaður vefinn Sauðárkrókur.is. Vefurinn er bæjar- og menningarvefur, þar sem hægt er að lesa helstu fréttir frá Sauðárkróki, upplýsingar fyrir ferðamenn og sjá helstu viðburði.

Þeir sem eiga myndir frá Skagafirði og Sauðárkróki sem má nota til myndbirtingar mega endilega senda upplýsingar og myndir á saudarkrokur (hja) saudarkrokur.is

Þeir sem halda úti heimasíðum mega endilega setja upp tengil á síðuna og geta sent póst á mig til að fá slíkt tengil á sýna síðu. Einnig er tekið við innsendu efni til birtingar.