Vefmyndavélar settar upp við Dalvíkurhöfn

Á næstu dögum verður tekið í notkun eftirlitskerfi með vefmyndavélum fyrir Dalvíkurhöfn. Vefmyndavélunum er ætlað að sinna öryggisgæslu í Dalvíkurhöfn allan sólarhringinn og verður upptekið efni geymt í nokkurn tíma ef skoða þurfi einstök atvik.  Svæðið sem hér um ræðir eru syðri – og nyrðri hafnargarðurinn ásamt ferjubryggju og smábátaaðstöðu.