Veðurblíða á Síldarævintýri

Veðurblíða og fjöldi fólks er komið á Síldarævintýrið á Siglufirði. Í gær var bjart í veðri og hitinn um 11 stig yfir daginn, en í nótt snarkólnaði og fór hitinn í 1,3 ° kl. 05 í morgun og var í kringum 98% raki. Veðurspáin er góð fyrir næstu daga á Siglufirði, og spáir í dag 9 stiga hita og 10 stiga hita á sunnudag og mánudag og björtu veðri. Heitara var í Héðinsfirði í nótt, en hitinn þar var lægstur 3 ° kl. 05 og mældist rakastig þar 100%.