Veður viðvörun á Norðurlandi

Vakin er athygli á slæmri veðurspá fyrir þriðjudaginn 28. september.
Veðrið á að ganga nokkuð hratt yfir en hugsanlega valda einhverjum usla. Bændur eru hvattir til að huga vel að bústofni sínum þar sem hætta er á að úrkoman muni verða í þó nokkru magni og þá sem snjókoma.
Íbúar eru jafnframt hvattir til að fylgjast vel með veðurspám fyrir næsta einn og hálfan sólarhring.
Norðurland vestra:
Norðvestan 18-25 m/s og talsverð snjókoma með skafrenningi og lélegu skyggni. Hætta á foktjóni og ekkert ferðaveður.
Norðurland eystra:
Norðan 15-23 m/s og slydda, en snjókoma á fjallvegum með skafrenningi og takmörkuðu eða lélegu skyggni, en vestlægari vindur eftir hádegi. Erfið aksturskilyrði og er fólk hvatt til að ganga frá lausum munum.