Vátryggingar loksins uppsegjanlegar allt árið með mánaðar fyrirvara

Frá og með 1. júlí næstkomandi taka gildi breytt lög um vátryggingasamninga. Þar með þurfa þeir sem vilja skipta um tryggingafélag ekki lengur að bíða heilt ár eftir því að „uppsagnarglugginn“ opnist fáeina daga einu sinni á ári. Framvegis nægir að segja upp vátryggingasamningi með mánaðar fyrirvara og miðast uppsögnin þá við næstu mánaðamót þar á eftir.

Þessum fjötri hefur verið létt af neytendum og í 14. grein laganna segir m.a. þetta: „Hyggist vátryggingartaki segja vátryggingu upp vegna flutnings vátryggingar til annars félags, sbr. 2. mgr., skal tilkynna félaginu um uppsögn með mánaðar fyrirvara og miðast uppsögn við næstu mánaðamót þar á eftir. Upplýsa skal til hvaða vátryggingafélags er flutt og frá hvaða tíma.

Heimild: fib.is