Vatnsaflsvirkjun til sölu í Ólafsfirði

Vatnsaflsvirkujunin Kerahnjúkavirkjun í Burstabrekkudal í Ólafsfirði hefur verið auglýst til sölu. Virkjunin er vatnsaflsvirkjun sem stofnuð var árið 2004 og er afl hennar 370 kw og möguleiki er á stækkun, allt að tvöföldun.  Fallhæð frá inntakslóni að hverfli er 235 m og lengd þrýstipípu í jörð er um 2300 m. Stöðvarhúsið er niðri við Ólafsfjarðarveg og að því er gott aðgengi.
Virkjunin selst með öllum mannvirkjum, framkvæmdum og samningi um vatnsréttindin. Jörðin selst ekki með.  Burstabrekkudalur er einn af afdölum Ólafsfjarðar, sá næst ysti í austanverðum firðinum.