Vatn flæddi um efstu hæð Ráðhússins á Akureyri

Vatn flæddi um efstu hæð Ráðhússins á Akureyri í nótt. Slökkviliðsmenn vinna að því að hreinsa upp vatnið og ekki er enn ljóst hversu mikið tjón hefur orðið.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akureyrarbæ.