Varúðarstig í Ólafsfjarðarmúla og á Siglufjarðarvegi

Búið er að opna veginn um Ólafsfjarðarmúla  en þar er þó áfram varúðarstig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu – og eins á Siglufjarðarvegi þar sem aðstæður eru áþekkar.

Þetta kemur fram hjá Vegagerðinni kl. 14:55 í dag.

Flóð hafa fallið á svæðinu í nótt og í morgun. Flest lítil, en eitt nokkuð stórt niður á veg á Ólafsfjarðarmúlanum. Heldur hefur dregið úr úrkomu og vindi og skv. veðurspá heldur sú þróun áfram fram á kvöld, og þá dregur jafnframt úr snjóflóðahættu.

Þetta kemur fram á Veður.is