Varnarmaðurinn Marko Blagojevic í KF

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar hefur náð samkomulagi við knattspyrnumanninn Marko Blagojevic um að spila með liðinu á næsta tímabili í 2. deildinni. Blagojevic er 28 ára varnarmaður frá Serbíu sem hefur spilað á Íslandi undanfarin tvö ár með Völsungi og Magna.

Dragan, þjálfari KF, fékk Blagojevic til liðs við Völsung sumarið 2012 en það sumar sigraði Völsungur 2. deildina og spilaði hann 21 leik og skoraði 4 mörk. Í sumar spilaði hann 9 leiki með Völsungi í 1. deildinni og skoraði 1 mark og lék svo 8 leiki með Magna á Grenivík. Marko lék áður með Víði í Garði í 2. deild karla, á árunum 2008-2009, þar lék hann 27 leiki í deild og bikar og skoraði 4 mörk.

Leikmaðurinn mun mæta í Fjallabyggð í apríl mánuði á næsta ári.