Varðskipið Freyja úti við Austurland

Siglingin heim til Íslands hjá Varðskipinu Freyju hefur gengið vel. Skipið sigldi framhjá Bretlandi, Færeyjum og er nú staðsett við austurströnd Íslands, skammt frá Neskaupsstað. Gert er ráð fyrir að skipið leggist við bryggju á Siglufirði á morgun, 6. nóvember kl. 13:30. Björgunarskipið Sigurvin, Varðskipið Týr og þyrlur Landhelgisgæslunnar fylgja nýja varðskipinu síðasta spölinn. Skipið lagði af stað frá Hollandi á þriðjudaginn sl.

Gestum og gangandi býðst að skoða varðskipið Freyju milli klukkan 13:30 og 16:00.

Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson flytur ávarp við komu skipsins.

Áhöfn Freyju.

Staðsetning Freyju á föstudagskvöld, merkt með hringi.