Varað við snjóflóðahættu á utanverðum Tröllaskaga

Veðurstofan varar við mikilli snjóflóðahættu á utanverðum Tröllaskaga.

Niðurstöður stöðugleikaprófa sýna töluverðan óstöðugleika á utnaverðum Tröllaskaga. Búast má við að snjóflóðhætta aukist með nýsnævi og sterkum vindi.

Á Norðurlandi er hálka eða snjóþekja á flestum leiðum og víða skafrenningur og snjókoma eða él. Ófært er nú á Mývatns- og Möðrudalsöræfum en þar er stórhríð.