Vegagerðin varar við hvassviðri á Siglufjarðarvegi og í Fljótum. Hvessir í kvöld Norðanlands, einkum upp úr kl: 20:00-21:00. Mjög byljótt veður og staðbundið, varasamar aðstæður, s.s. í Fljótum og á Siglufjarðarvegi, við vestanverðan Eyjafjörð og í Ljósavatnsskarði. Nær hámarki í nótt og gengur niður þegar líður á morguninn.