Í dag verður hvasst af vestri á Norðurlandi frá Eyjafirði og austur á Borgarfjörð eystri. Snarpar hviður allt að 30 m/s þvert á veg s.s. við Hrafnagil og út með, til Dalvíkur og Ólafsfjarðar, einnig byljótt og varasamt í Ljósavatnsskarði og Kinn. Lægir undir kvöld.

Vestlæg átt, víða 5-13 m/s en 13-20 með norðausturströndinni fram á kvöld. Rigning með köflum á norðanverðu landinu.

Veðurspáin gerir ráð fyrir töluverðri úrkomu á Siglufirði næstu daga, en spáð er 49 mm rigningu í dag og 29 mm á morgun. Minni úrkomuspá er í Ólafsfirði, en þar er spáð 17 mm í dag og 11 mm á morgun.

ÓLAFSFJÖRÐUR
SIGLUFJÖRÐUR