Varað er við snjóflóðahættu á svæði Hlíðarfjalls á Akureyri. Efra svæði er sérstaklega varhugavert. Veikt kristallalag hefur grafist, og gefur snjóþekjan eftir við lítið álag. Nýr vindpakkaður snjór er á svæðinu og hafa nokkur náttúruleg flóð hafa verið skráð á svæðinu síðan á mánudag og tvö af mannavöldum.

Snjóathugunarmenn og ofanflóðasérfræðingar eru að meta stöðuna áfram. Þetta á við um alla útivist, fjallaskíðun og skotveiði. Vandamálið er ekki bundið við Hlíðarfjall og ástæða að fara varlega í öllum snjóþungum bratta.

Nánari upplýsingar um aðstæður á vef Veðurstofunnar. https://www.vedur.is/…/snjoflod…/innanverdur_eyjafjordur