Lögreglunni á Norðurlandi eystra barst tilkynning aðfararnótt laugardags um hnífaburð unglinga við grunnskóla á Akureyri. Þar hafði aðila verið ógnað með hnífi af öðrum aðila.
Sérsveit ríkislögreglustjóra var ræst út og lögreglumenn fóru á staðinn. Bifreið var stöðvuð í bænum með meintum gerendum og tveir handteknir vegna meints vopnalagabrots og hótana og gistu fangageymslur í stutta stund.
Um var að ræða ólögráða unglinga en þó sakhæfa. Málið var unnið með barnavernd og foreldrum tilkynnt um málið.
Lögregla lítur vopnaburð alvarlegum augum og slíkt er aldrei réttlætanlegt að ógna öðrum með vopnum.