Það voru 24 kylfingar sem mynduðu 12 lið á þessu árlega móti á Siglufirði, Vanur og óvanur, en mótið fór fram sunnudaginn 18. júní á Siglógolf á vegum GKS og er innanfélagsmót.

Mótið er hugsað til að kynna óvönum kylfingum fyrir íþróttinni og fá leiðsögn með vanari kylfingi á alvöru móti.

Skemmtilegast er að sjá hvaða liðsnöfn verða fyrir valinu á hverju ári. Í ár voru það Súkkulaðikóngarnir sem voru í 1. sæti, en það eru þeir Þorsteinn Jóhannsson og Snæbjörn Friðriksson.

Bubblurnar voru í 2. sæti, en það var Ástþór Árnason og Júlía Margrét Ástþórsdóttir.

JGM var í 3. sæti, en það er Gunnlaugur Stefán Guðleifsson(Gulli Stebbi) og Jón M. Einarsson.

Leiknar voru 9. holur á þessu móti.

Greint verður frá helstu golfmótum sumarsins í Fjallabyggð hér á síðunni og úrslit birt.

Gæti verið mynd af 12 manns, people golfing, borð og golfvöllur
Myndir: GKS

Gæti verið mynd af 4 manns, people golfing, golf cart, golfvöllur og texti

Gæti verið mynd af 2 manns, people golfing, golf cart, golfvöllur og texti

Gæti verið mynd af 3 manns, people golfing og golfvöllur

Gæti verið mynd af 3 manns, people golfing, golfvöllur og texti

Gæti verið mynd af 4 manns, people golfing, golfvöllur og texti