Vann hæfileikakeppni starfsbrauta Fjölbrautarskóla

15 skólar tóku þátt í hæfileikakeppni starfsbrauta sem haldin var í Fjölbrautaskóla Garðabæjar á fimmtudagskvöld. Fulltrúi Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra, Þóra Karen Valsdóttir sigraði keppnina með glæsibrag en hún söng lagið Stay with me. Dómnefndina skipuðu tveir Pollapönkarar, Haraldur og Heiðar ásamt söngkonunni  Sigríði Eyrúnu, sem var þátttakandi í undankeppni Eurovision 2014.

Einnig var söngatriði frá Menntaskólanum á Tröllaskaga þar sem áhersla var lögð á lífsgleði, hamingju og jákvæðni.

11084258_886469224729993_7793800990975683111_n